Search

Keto Cookies


Það eru til óteljandi og ein uppskrift af sykurlausum smákökum..

ég er búin að prufa þær allar !

Ég er smáköku fíkill. Ég er ein af þeim sem hef eytt öllum desember í að baka fyrir jólin..

ALLAR sortirnar.. og er að narta í afgangana fram að páskum.

Mitt all time fav eru þessar amerísku “smá” kökur (þær eru í raun ekki svo smáar).

Stökkar að utan, chewy að innan.. shhhhiii ég slefa!

Ég hef verið á ketogenísku mataræði í meira og minna í um 5 ár.. en hef undantekningalaust tekið “pásu” yfir jólin og fram í janúar.

… og mikið helv* getur það verið erfitt að byrja aftur eftir svona sukk.

Síðastliðin jól ákvað ég að láta allt svona eiga sig, jújú það laumaðist ein og ein kartafla inn fyrir varirnar, en sætindin og konfektið lét ég vera … (að mestu)

Erfitt var það, en mikið var ég ánægð með mig!

Svo í janúar kom í mig púki, mig langaði svo í ALLAR smákökurnar sem ég horfði á með löngunaraugum hverfa uppí fjölskyldu og vini yfir jólin…

Svo ég fór í eldhúsið.. og ég bakaði og bakaði og bakaði.. kvöld eftir kvöld.. aldrei voru þær nógu góðar fyrir minn fáránlega háa standart fyrir smákökur!

Þangað til allt í einu small þetta saman !

Á minn mælivkarða eru þetta besu keto smákökur sem ég hef smakkað!

KETO CHOC CHIP COOKIES

(gerir 20 stk)

100 g Möndlumjöl

30 g Sukrin Gold

15 g Good Good sæta möluð

1 stk egg

70 g smjör, við stofuhita

1 tsk lyftiduft

1 tsk xanthan gum

1 tsk vanilludropar

60 gr sykurlaust súkkulaði (eða 85%)

Þeyta vel saman smjör og sætuefni.

Bæta egginu og vanilludropunum við og hræra saman við.

Þurrefnum bætt við og allt hært vel saman.

Saxa súkkulaðið og blanda saman með sleif.

Móta kúlur og setja þær á bökunarpappír.

Fetja þær frekar vel út, þær renna ekki mikið út í ofninum.

Þetta deig gerir ca 20 kökur.

Baka við 170 í 10-12 min.

Ég mæli með að láta þær kólna fyrir átu.. Kökurnar eru frekar linar þegar þær koma fyrst út ofninum, en stökkna þegar þær fá að kólna og haldast chewy að innan.

Fyrir þá sem eru að tracka macros

þá eru kökurnar inná My Fitness Pal: "Kitty Svarfdal - Keto Cookies"


382 views0 comments

Social Media

About us

Svarfdal Design is owed by artist and designer Kitty Svarfdal.

All products are handmade by her and her husband Axel Örn Torfason.

Workshop

Suðurhella 10

221 Hafnarfjörður

tel: 6616569

Contact Us